mánudagur, 23. nóvember 2015

Það sem ég þarf að tala við þig.

Það er svo margt sem mér liggur á brjósti og aðeins þú átt að hugga og laga það sem er að. Hvernig fer ég að með þá tilfinningu innra með mér að öll heimsins vandamál blasa við mér, eina sem ég þrái er að fá að tjá mig við þig um þau og heyra þitt álit en það er ekki hægt. Hvað geri ég þá? Það er enginn sem kemur í þín spor til þess að hlusta á mig og leiðbeina mér. Ráðleggja mér og hughreysta. Það er enginn sem gerir þetta allt saman enda ekkert lítið hlutverk að sinna þessu öllu saman. Þú hefur eflaust verið orðin ansi þreytt á þessari dramatík í mér. :) 

Búin að hugsa svo mikið til þín síðustu daga. Er rosalega langt niðri. Gerði nefnilega eitt sem ég átti ekki að gera en nú veit ég það bara. Ég var búin að vera edrú í þrjú ár. Þetta virtist ekkert vandamál - langaði að líða vel. En föstudagurinn sýndi mér að ég ræð ekki við sjálfa mig þegar bakkus er við völd. Inn í mér er myrk tilfinning sem minnir sífellt á "gömlu" tímana þegar ég var sem týndust. Ég er hrædd við mig á þeim stað. Það versta er þó að líða svona núna og sakna þín á sama tíma. 

Ég harka af mér. Ég harka alltaf af mér. Ég reyni að brosa, vera jákvæð og njóta lífsins. Nú þarf ég bara að rífa mig upp úr þessu pytti sem helvítis áfengið kom mér út í. Ég þarf að vera sterk. Það er nefnilega þannig að núna þarf ég ekki bara að vera sterk fyrir sjálfa mig heldur líka minn og mína. 
Ég sendi þér vinsamlega ábendingu í dag um að hjálpa okkur. :) Þú veist hvað ég á við. Það yrði voða gott. Það er ofboðslega erfitt að horfa upp á einhvern sem maður elskar þegar viðkomandi líður illa. Ég vildi alltaf heitast geta látið öllum líða vel. Gera öllum til geðs. Allir glaðir. En þannig er það víst ekki. Ég vona samt að allt verði allt í lagi. Núna erum við komin inn í skammdegis-drulluna og það er bara harkan sex. Ég skal! 

Sakna þín sárt og hugsa til þín öllum stundum. Þú ert það besta! Eða segi ég frekar; þú varst það besta? ohhh stingur í magann. Það var enginn betri en þú, það er bara þannig. 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim