laugardagur, 7. febrúar 2015

3 mánuðir eins og heil eilífð.

Hversu langt er þá "það sem eftir er"? Ég dæsi við tilhugsunina og rifja upp þegar ég grátbað þig um að yfirgefa mig ekki í sumar þegar þú varst svo veik. Daginn sem ég krúnurakaði þig. Ég hagaðir mér eins og krakki, ég vildi bara í smá stund vera áhyggjulaust barn sem hefði mömmu sína um ókomna tíð. Þarna fyrst var maður farinn að gera sér í hugarlund að nú væri kannski að styttast í endastöðina. Þarna varð allt svo miklu erfiðara. Oh mamma ég sakna þín svo. Það hlýtur að vera eitthvað annað orð yfir söknuð en þetta því þetta er oft nær óbærilegt. Þú varst mín allra besta. Þú verður alltaf mín allra besta. 

Fer til Akureyrar næstu helgi sem verður svo gott. Þá get ég talað endalaust um þig við Elínu og heimsótt ykkur pabba og Odd. 

Elska þig að eilífu. (Nú veit ég meininguna á bakvið þessa setningu). 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim