sunnudagur, 5. apríl 2015

Fyrstu páskarnir.

Ég man páskana 2012 alveg sérstaklega vel. Þá var ég í fyrsta skipti ein - eða Kjartan var með mér en við vorum hálf umkomulaus en ég átti að vinna í Reykjavík þessa páska og því var ekki gerð ferð austur fyrir fjall til þín í páskalærið. Í staðinn fyrir páskalærið og eintómar veislur að þá var borðað pasta. Ég man hvað ég hugsaði heim til þín og góða matarins þíns. 

Í dag fékk ég góðan mat, mikið af súkkulaði og almennri skemmtun. Tómarúmið var þó jafn tómt og áður fyrr og því náði ég ekki að njóta til fulls. Fyrstu páskarnir án þín. Við eyddum síðustu páskum saman á Akureyri. Í kvöld reyni ég að fara yfir þær minningar sem ég á frá þeim tíma. 

Gleðilega páska elsku mamma mín. Elska og sakna þín sárt. 


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim