mánudagur, 13. apríl 2015

Lyktin þín.

Ég setti úlpuna mína (þína) í þvott í dag og svo þurrkarann. Ég hafði áhyggjur af henni allan tímann enda hefur mér sjaldan þótt ein flík jafn nauðsynileg og þessi. Það yrði alveg gríðarlega erfitt ef hún myndi eyðileggjast. Það er þó farið að sjá mun meira á henni en gerði þegar þú varst í henni enda varst þú ekki þessi fataböðull sem ég er. Ég hugsa um það daglega að setja hana í geymslu með uppáhalds peysunum sem þú prjónaðir. Ég nefnilega held fast í þetta og ég get ekki útskýrt afhverju það skiptir mig svo miklu máli. 
Þegar ég svo hengdi upp úlpuna eftir þurkarann að þá fann ég lyktina þína. Ég stóð mig að því að þefa aftur og aftur og í leiðinni fá smá hugarró. 

Ég er með ilmvatnsglas frá þér í skúffu inn í anddyri og ég finn stundum lyktina áður en ég fer út í daginn. Það eru ótrúlegustu hlutir sem maður gerir til þess eins að líða aðeins betur. Eða fá aðeins meiri tengingu. 

Vildi óska að ég gæti talað við mig mamma mín. 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim