fimmtudagur, 26. september 2019

Vildi að þú værir hér.....

Það er svo ótrúlega fyndið í rauninni að í hvert skipti sem ég hlusta á eitthvað lag sem fjallar um ástarsorg eða eitthvað tengt ástasambandi að þá hugsa ég til þín. Það er margt líkt með þessu. Ég óska þess svo heitt að þú værir hér og ég er ekki beinlínis á réttum stað til þess að vera skrifa til þín núna þar sem það er svo erfitt og ég er vön að gera það heima í einrúmi. En mig langaði svo að tala við þig

Það er sem betur fer búið að vera auðveldara að ganga með litlu bumbulínu mína en ég gerði ráð fyrir. Mikið ofboðslega sem ég var sorgmædd fyrst samt og ef ég hugsa of mikið um það að þá verð ég sorgmædd. Ég er hrædd að fara gera þetta án þín og mest leið að þú fáir allavega ekki að hitta hana. Mikið vissi ég að það væri önnur lítil skotta á leiðinni :) ég veit að hún mun hjálpa mér að fylla upp í tómarúmið í hjartanu mínu og sýna mér hvað lífið er fallegt. Eins og ég sé með Andreu Ósk - ég samt trúi ekki ennþá að það verði hægt að elska einhvern eins og ég elska hana en tek fólki trúanlega að hjartað muni bara stækka um helming. Ég hlakka til. Ég elska að vera mamma, uppáhalds hlutverkið mitt.Alveg eins og þú varst uppáhalds manneskjan mín. Í dag á ég Andreu Ósk, þakka fyrir hana alla daga. Hún er svo ótrúlega dugleg, ég vona að þú fáir að fylgjast með okkur og sjá hvað þetta er flott stelpa sem ég á. Endalaust stolt af henni og svo þakklát fyrir að allt gangi vel.

Ég elska þig og sakna svo sárt.